Innlent

Bif­reiðar ó­öku­færar en minni­háttar meiðsli eftir á­rekstur

Kjartan Kjartansson skrifar
Mörg útkalla lögreglu í gærkvöldi og nótt tengust umferðarslysum eða ölvunar- eða fíkniefnaakstri.
Mörg útkalla lögreglu í gærkvöldi og nótt tengust umferðarslysum eða ölvunar- eða fíkniefnaakstri. Vísir/Vilhelm

Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi bílslyss þar sem tveir bílar skullu saman í Grafarvogi. Áverkar þeirra voru minniháttar en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru dregnar af vettvangi.

Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvenær dags slysið varð en hún nær alla jafna yfir útköll í gærkvöldi og í nótt.

Í hverfi 108 var tilkynnt um annað umferðarslys. Ökumaður sem olli tjóni þar var handtekinn vegna gruns um aktur undir áhrifum. Hann var fluttur á lögreglustöð og var látinn gefa blóðsýni. Þá voru skráningarmerki fjarlægð af bifreið hans þar sem hún reyndist ótryggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×