„Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2023 12:00 Pétur Rúnar segir það forréttindi að spila leiki sem þessa. Vísir/Bára Dröfn „Bara vel held ég, við mættum ekki alveg nógu klárir í leik tvö og held að menn séu spenntir að mæta í fulla Origo-höll og jafnvel sýna betri leik heldur en síðast,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, um leikinn gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56
„Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30
Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02