Höfum gaman saman á Alþjóðadegi fjölskyldunnar Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir skrifa 15. maí 2023 08:02 Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar