Rödd innflytjenda sem virðist aldrei ná áheyrn eða umboði Nichole Leigh Mosty skrifar 12. maí 2023 07:31 Það var mjög erfitt að kyngja þeirri ákvörðun sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók um að leggja niður Fjölmenningarsetur og færa hlutverk þess undir Vinnumálastofnun. Við upplausn stofnunarinnar var einnig leyst upp eina leiðtogastaðan hjá ríkinu þar sem manneskja af erlendum uppruna með þekkingu og reynslu varðandi inngildingu og málefni innflytjenda starfaði í. Rödd Innflytjenda missti mikilvæga stöðu til áheyrnar þar sem ákvarðanir eru teknar. Þó að ég muni aldrei mótmæla neinni ástæðu fyrir skilvirkni hjá ríkisstofnun og að sjálfsögðu betri nýtingu ríkisfjármuna, efast ég um aðgerðir ríkisstjórnar sem virðist ekki skilja til fulls þær áskoranir og samofin tækifæri sem bjóðast í gegnum réttmætar leiðir að inngildingu tengt innflytjendum. Á tímum þar sem innflytjendur hafa aldrei verið fleiri er að finna skort á stefnu, þekkingu, eftirliti og réttri fjárfestingu fjármuna á sviði innflytjenda- og inngildingarmála. Fólk af erlendum uppruna (fyrstu og annarri kynslóð) er nú um 20% af íbúum Íslands. Til þess að inngilding sé raunveruleg er mikilvægt að hún sé tryggð á öllum sviðum samfélagsins. Það virðist vera skortur á skilningi um hversu mikilvægt það sé að treysta fulltrúa innflytjenda sem er með reynslu og þekkingu til þátttöku og til að leiða þróun tengdri inngildingu . Í þau 20 ár sem ég hef búið á Íslandi hefur meirihluti „sérfræðinga“ sem starfa að innflytjenda- og jafnréttismálum verið fólk af íslenskum uppruna. Þó að innflytjendur sjálfir hafi fengið að tjá skoðanir sínar hafa breytingar á sviðinu sjaldan endurspeglað raddir og reynslu innflytjenda sem búa á Íslandi. Það skýrir kannski af hverju einungis 42.1% innflytjenda greiddu atkvæði í síðastu alþingiskosningunum, sérstaklega með tilliti til þess að einungis 3.8% af frambjóðendum af heildinni í sömu kosningum voru af erlendum uppruna. En hvernig erum við að standa okkur þegar það kemur að inngildingu við þau þúsund innflytjenda sem kjósa að setjast að á Íslandi? Nýleg könnun frá BSRB og ASÍ um stöðu launafólks á Íslandi gefur okkur mjög skýra mynd af því hvar við stöndum varðandi inngildingu. Þriðja árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga. Niðurstöður könnunar sýndi að ríflega helmingur innflytjenda sem svaraði könnuninni á mjög erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda búa við skort á efnislegum gæðum en innfæddir. T.d. eiga einungis 30,7% innflytjenda eigið húsnæði og 10% innflytjenda gátu ekki greitt fyrir skólamáltíð barna sinna. Ríflega fjórir af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu og er starfstengd kulnun algengust meðal þeirra sem starfa í mötuneytum og á veitingahúsum, í ræstingum, í fræðslustarfsemi og við heilbrigðisþjónustu, atvinnugrein sem hátt hlutfall innflytjenda starfa við. Minnihlutahópar verða í mun meira mæli fyrir réttindabrotum á íslenskum vinnumarkaði s.s. ungt fólk, innflytjendur, fólk með annan húðlit en hvítan, samkynhneigt fólk og fólk með skerta starfsgetu/fötlun. Þetta ætti ekki að koma fólki á óvart, við höfum verið að reyna að benda á þessa hluti í mörg ár. Við höfum reynt að segja: hey sjáið okkur, hlustið á það sem við erum að segja. Munið þið þegar við sögðum í #MeToo byltingunni að hlutirnir væru mjög slæmir hérna hjá okkur? Munið þið þegar við sem samfélag vorum að glíma við COVID og atvinnuleysi meðal innflytjenda var meira en hjá Íslendingum? Í janúar árið 2019 gaf Hagstofa Íslands út Sérhefti félagsvísa um innflytjendur. Það kom fram í sérheftinu að innflytjendur mættu fleiri hindrunum við að sækja sér menntun, fengu síður störf við hæfi, byggju við þrengri húsnæðiskost, hefðu að hluta til verri fjárhagsstöðu en innlendir íbúar og að hlutfallslega færri innflytjendur séu með jafn háar heildartekjur og innlendir íbúar. Einnig kom fram að innflytjendur áttu að jafnaði minni eignir og í krónum talið var sá munur meiri en á heildartekjum eftir bakgrunni. Þó að atvinnuþátttaka innflytjenda væri mikil sýndu niðurstöður að þeir ynnu síður störf sem hæfa þeirra menntun en þeir sem eru innlendir. Árið 2021 gáfu Samtök kvenna af erlendum uppruna út Stöðukönnun fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi. Í þeirri könnun kom fram afar skýr niðurstaða um að konur af erlendum uppruna væru að glíma við streitu tengt fjárhagsábyrgð. Sá útgjaldaliður sem veitti hvað mestum erfiðleikum var húsnæðiskostnaður , kostnaður við matarkaup og nauðsynjar fyrir heimili, útgjöld vegna barna (leikskólagjöld, íþróttir/tómstundir eða skólamatur), veitur (rafmagn, hiti, internet, símakostnaður), heilbrigðisþjónusta/lyfjakostnaður og skattur eða hvers konar gjöld til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hennar Rödd ráðstefnu í október 2022 og vöktu litla athygli. Ef við viljum tryggja að fólki af öllum uppruna dafni og fái jöfn tækifæri á Íslandi er mikil þörf á því að taka mark á hvað raungerist hjá innflytjendum. Einnig er þörf á því að hlusta alvarlega á rödd innflytjenda og sýna það hugrekki sem þarf til að hafa fulltrúa af erlendum uppruna í leiðtogahlutverki í starfi hjá opinberri stofnun á vegum ríkis og sveitarfélaga. Einnig kjörna fulltrúa á efstu stöðum í fyrirtækjum og víða á vinnumarkaði. Fólk af erlendum uppruna kallar á það og hafa kallað á, í langan tíma að nauðsynlegar breytingar á þjónustu og miðlun upplýsinga um þjónustu og réttindi, samhliða jöfnu aðgengi að menntun og tækifæri til framfara á vinnumarkaði. Það sem hefur verið gríðarlega vanmetið í að mæta þessu ákalli er að treysta innflytjendum sjálfum í forystu við að móta og innleiða breytingar sem þörf er á. Að hafa leiðtoga af erlendum uppruna í forystu vekur traust beggja vegna borðsins og stuðlar að framþróun. Fjölbreytt forysta mun leiða fjölbreyttar breytingar en við höfum ekki staðið okkur nægilega vel á þessu sviði. Hægt er að segja að frekar en að leggja rækt á inngildingu höfum við mætt innflytjendum sem „Vannýtt auðlind“. Á þessum tíma eiga innflytjendur engan kjörinn fulltrúa á þingi (einungis 1 varaþingmann), mjög fáa í sveitarstjórnum, engan í forystuhlutverki sem forstöðumenn ríkisstofnunar, mjög fáir sem forstöðumenn stofnunar á vegum sveitarfélaga og mjög fáa í stjórn fyrirtækja. Vegna skorts á fjölbreytileika í forystuhlutverki eru fá fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög sem vinna að markvissri móttökuáætlun fyrir innflytjendur, bjóða upp á fjölbreytileika og menningarnæmis þjálfun/fræðslu eða innleiða stefnu um inngildingu á vinnustað eða í opinberri þjónustu. Í löndum þar sem fjölbreytileiki er metinn sem kostur og auður er hægt að sjá fjölbreytni í leiðtogahlutverkum á öllum sviðum samfélagsins. Flest helstu fyrirtæki og sveitarfélög hafa „Diversity, Equity and Inclusion“ stefnur ásamt sérfræðingum til að innleiða verkefni, þjónustu og upplýsingamiðlun. Í þeim löndum liggja fyrir gagnrýnar rannsóknir og lýsandi tölfræði. Þetta eru verkfæri og tæki sem þarf til að innræta traust og raunverulegt jafnrétti samhliða inngildingu. Við getum ekki leyft því að tíðkast hérlendis að í samfélagi okkar sé aðskilnaður þar sem fjölbreytileikinn endurspeglast í neðstu þrepum og jaðri samfélagsins þeirra sem ekki hafa fulltrúa raddir þar sem ákvarðanir eru teknar. Við þurfum á viðhorfsbreytingum að halda hér á Íslandi þar sem við fögnum og varðveitum fulltrúa innflytjenda í samfélagið okkar. Inngilding snýst um alla og fjölbreytileikinn endurspeglast í samsetningu samfélagsins í heild. Ég skrifa hér um innflytjenda hópinn vegna þess að ég er svo stolt af því að tilheyra innflytjenda samfélaginu og er þakklát fyrir þau tækifæri sem mér hafa boðist til að koma fram fyrir hönd innflytjenda í leiðtogahlutverki. En nú er þeim kafla lokið hjá mér og mikilvægt er að tryggja það að fleiri innflytjendur fái einnig tækifæri til að leiða þróun. Við þurfum að breyta orðræðunni úr „erlent vinnuafl“ í vel metinn samfélagsþegn og auður samfélags. Fólk þarf að fagna því að hafa fólk af erlendum uppruna í forystu hlutverkum og á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Ef við gerum það mun kannski næsta skýrsla BSRB og ASÍ eða Hagstofunnar endurspegla bjartari framtíð fyrir fólkið okkar af erlendum uppruna og þar með Íslandi alls. Höfundur er fyrrverandi Aþingiskona og forstöðukona Fjölmenningarseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Nichole Leigh Mosty Fjölmenning Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það var mjög erfitt að kyngja þeirri ákvörðun sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók um að leggja niður Fjölmenningarsetur og færa hlutverk þess undir Vinnumálastofnun. Við upplausn stofnunarinnar var einnig leyst upp eina leiðtogastaðan hjá ríkinu þar sem manneskja af erlendum uppruna með þekkingu og reynslu varðandi inngildingu og málefni innflytjenda starfaði í. Rödd Innflytjenda missti mikilvæga stöðu til áheyrnar þar sem ákvarðanir eru teknar. Þó að ég muni aldrei mótmæla neinni ástæðu fyrir skilvirkni hjá ríkisstofnun og að sjálfsögðu betri nýtingu ríkisfjármuna, efast ég um aðgerðir ríkisstjórnar sem virðist ekki skilja til fulls þær áskoranir og samofin tækifæri sem bjóðast í gegnum réttmætar leiðir að inngildingu tengt innflytjendum. Á tímum þar sem innflytjendur hafa aldrei verið fleiri er að finna skort á stefnu, þekkingu, eftirliti og réttri fjárfestingu fjármuna á sviði innflytjenda- og inngildingarmála. Fólk af erlendum uppruna (fyrstu og annarri kynslóð) er nú um 20% af íbúum Íslands. Til þess að inngilding sé raunveruleg er mikilvægt að hún sé tryggð á öllum sviðum samfélagsins. Það virðist vera skortur á skilningi um hversu mikilvægt það sé að treysta fulltrúa innflytjenda sem er með reynslu og þekkingu til þátttöku og til að leiða þróun tengdri inngildingu . Í þau 20 ár sem ég hef búið á Íslandi hefur meirihluti „sérfræðinga“ sem starfa að innflytjenda- og jafnréttismálum verið fólk af íslenskum uppruna. Þó að innflytjendur sjálfir hafi fengið að tjá skoðanir sínar hafa breytingar á sviðinu sjaldan endurspeglað raddir og reynslu innflytjenda sem búa á Íslandi. Það skýrir kannski af hverju einungis 42.1% innflytjenda greiddu atkvæði í síðastu alþingiskosningunum, sérstaklega með tilliti til þess að einungis 3.8% af frambjóðendum af heildinni í sömu kosningum voru af erlendum uppruna. En hvernig erum við að standa okkur þegar það kemur að inngildingu við þau þúsund innflytjenda sem kjósa að setjast að á Íslandi? Nýleg könnun frá BSRB og ASÍ um stöðu launafólks á Íslandi gefur okkur mjög skýra mynd af því hvar við stöndum varðandi inngildingu. Þriðja árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga. Niðurstöður könnunar sýndi að ríflega helmingur innflytjenda sem svaraði könnuninni á mjög erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda búa við skort á efnislegum gæðum en innfæddir. T.d. eiga einungis 30,7% innflytjenda eigið húsnæði og 10% innflytjenda gátu ekki greitt fyrir skólamáltíð barna sinna. Ríflega fjórir af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu og er starfstengd kulnun algengust meðal þeirra sem starfa í mötuneytum og á veitingahúsum, í ræstingum, í fræðslustarfsemi og við heilbrigðisþjónustu, atvinnugrein sem hátt hlutfall innflytjenda starfa við. Minnihlutahópar verða í mun meira mæli fyrir réttindabrotum á íslenskum vinnumarkaði s.s. ungt fólk, innflytjendur, fólk með annan húðlit en hvítan, samkynhneigt fólk og fólk með skerta starfsgetu/fötlun. Þetta ætti ekki að koma fólki á óvart, við höfum verið að reyna að benda á þessa hluti í mörg ár. Við höfum reynt að segja: hey sjáið okkur, hlustið á það sem við erum að segja. Munið þið þegar við sögðum í #MeToo byltingunni að hlutirnir væru mjög slæmir hérna hjá okkur? Munið þið þegar við sem samfélag vorum að glíma við COVID og atvinnuleysi meðal innflytjenda var meira en hjá Íslendingum? Í janúar árið 2019 gaf Hagstofa Íslands út Sérhefti félagsvísa um innflytjendur. Það kom fram í sérheftinu að innflytjendur mættu fleiri hindrunum við að sækja sér menntun, fengu síður störf við hæfi, byggju við þrengri húsnæðiskost, hefðu að hluta til verri fjárhagsstöðu en innlendir íbúar og að hlutfallslega færri innflytjendur séu með jafn háar heildartekjur og innlendir íbúar. Einnig kom fram að innflytjendur áttu að jafnaði minni eignir og í krónum talið var sá munur meiri en á heildartekjum eftir bakgrunni. Þó að atvinnuþátttaka innflytjenda væri mikil sýndu niðurstöður að þeir ynnu síður störf sem hæfa þeirra menntun en þeir sem eru innlendir. Árið 2021 gáfu Samtök kvenna af erlendum uppruna út Stöðukönnun fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi. Í þeirri könnun kom fram afar skýr niðurstaða um að konur af erlendum uppruna væru að glíma við streitu tengt fjárhagsábyrgð. Sá útgjaldaliður sem veitti hvað mestum erfiðleikum var húsnæðiskostnaður , kostnaður við matarkaup og nauðsynjar fyrir heimili, útgjöld vegna barna (leikskólagjöld, íþróttir/tómstundir eða skólamatur), veitur (rafmagn, hiti, internet, símakostnaður), heilbrigðisþjónusta/lyfjakostnaður og skattur eða hvers konar gjöld til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hennar Rödd ráðstefnu í október 2022 og vöktu litla athygli. Ef við viljum tryggja að fólki af öllum uppruna dafni og fái jöfn tækifæri á Íslandi er mikil þörf á því að taka mark á hvað raungerist hjá innflytjendum. Einnig er þörf á því að hlusta alvarlega á rödd innflytjenda og sýna það hugrekki sem þarf til að hafa fulltrúa af erlendum uppruna í leiðtogahlutverki í starfi hjá opinberri stofnun á vegum ríkis og sveitarfélaga. Einnig kjörna fulltrúa á efstu stöðum í fyrirtækjum og víða á vinnumarkaði. Fólk af erlendum uppruna kallar á það og hafa kallað á, í langan tíma að nauðsynlegar breytingar á þjónustu og miðlun upplýsinga um þjónustu og réttindi, samhliða jöfnu aðgengi að menntun og tækifæri til framfara á vinnumarkaði. Það sem hefur verið gríðarlega vanmetið í að mæta þessu ákalli er að treysta innflytjendum sjálfum í forystu við að móta og innleiða breytingar sem þörf er á. Að hafa leiðtoga af erlendum uppruna í forystu vekur traust beggja vegna borðsins og stuðlar að framþróun. Fjölbreytt forysta mun leiða fjölbreyttar breytingar en við höfum ekki staðið okkur nægilega vel á þessu sviði. Hægt er að segja að frekar en að leggja rækt á inngildingu höfum við mætt innflytjendum sem „Vannýtt auðlind“. Á þessum tíma eiga innflytjendur engan kjörinn fulltrúa á þingi (einungis 1 varaþingmann), mjög fáa í sveitarstjórnum, engan í forystuhlutverki sem forstöðumenn ríkisstofnunar, mjög fáir sem forstöðumenn stofnunar á vegum sveitarfélaga og mjög fáa í stjórn fyrirtækja. Vegna skorts á fjölbreytileika í forystuhlutverki eru fá fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög sem vinna að markvissri móttökuáætlun fyrir innflytjendur, bjóða upp á fjölbreytileika og menningarnæmis þjálfun/fræðslu eða innleiða stefnu um inngildingu á vinnustað eða í opinberri þjónustu. Í löndum þar sem fjölbreytileiki er metinn sem kostur og auður er hægt að sjá fjölbreytni í leiðtogahlutverkum á öllum sviðum samfélagsins. Flest helstu fyrirtæki og sveitarfélög hafa „Diversity, Equity and Inclusion“ stefnur ásamt sérfræðingum til að innleiða verkefni, þjónustu og upplýsingamiðlun. Í þeim löndum liggja fyrir gagnrýnar rannsóknir og lýsandi tölfræði. Þetta eru verkfæri og tæki sem þarf til að innræta traust og raunverulegt jafnrétti samhliða inngildingu. Við getum ekki leyft því að tíðkast hérlendis að í samfélagi okkar sé aðskilnaður þar sem fjölbreytileikinn endurspeglast í neðstu þrepum og jaðri samfélagsins þeirra sem ekki hafa fulltrúa raddir þar sem ákvarðanir eru teknar. Við þurfum á viðhorfsbreytingum að halda hér á Íslandi þar sem við fögnum og varðveitum fulltrúa innflytjenda í samfélagið okkar. Inngilding snýst um alla og fjölbreytileikinn endurspeglast í samsetningu samfélagsins í heild. Ég skrifa hér um innflytjenda hópinn vegna þess að ég er svo stolt af því að tilheyra innflytjenda samfélaginu og er þakklát fyrir þau tækifæri sem mér hafa boðist til að koma fram fyrir hönd innflytjenda í leiðtogahlutverki. En nú er þeim kafla lokið hjá mér og mikilvægt er að tryggja það að fleiri innflytjendur fái einnig tækifæri til að leiða þróun. Við þurfum að breyta orðræðunni úr „erlent vinnuafl“ í vel metinn samfélagsþegn og auður samfélags. Fólk þarf að fagna því að hafa fólk af erlendum uppruna í forystu hlutverkum og á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Ef við gerum það mun kannski næsta skýrsla BSRB og ASÍ eða Hagstofunnar endurspegla bjartari framtíð fyrir fólkið okkar af erlendum uppruna og þar með Íslandi alls. Höfundur er fyrrverandi Aþingiskona og forstöðukona Fjölmenningarseturs.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar