„Grátbroslegt“ að Ísland sé í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 20:00 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Íslands og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Vísir/Sigurjón Formaður Trans Íslands segir það grátbroslega staðreynd að réttindi transfólks séu hvergi jafn góð og hér á landi. Hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi og nú. Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“ Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“
Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira