„Grátbroslegt“ að Ísland sé í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 20:00 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Íslands og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Vísir/Sigurjón Formaður Trans Íslands segir það grátbroslega staðreynd að réttindi transfólks séu hvergi jafn góð og hér á landi. Hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi og nú. Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“ Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Regnbogakort ILGA-Europe var kynnt í Hörpu í dag við hátíðlega athöfn á IDAHOT+ ráðstefnunni. Kortið metur lagalega stöðu hinsegin fólks í öllum ríkjum Evrópu og Mið-Asíu. Ísland er einn af hástökkvurum ársins og fer úr ellefta sæti upp í það fimmta. Helstu breytingar á lagalegri stöðu hér á landi eru þær að kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum var bætt við í lög um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Þá var samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Ísland er nú í fimmta sæti yfir réttindi hinsegin fólks. Vísir/Sara Þessir þættir gera það að verkum að hinsegin fólk hefur aldrei búið við jafn sterka lagalega vernd á Íslandi. Niðurstaðan grátbrosleg Ísland er nú í fyrsta sæti hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands segir niðurstöðurnar gleðiefni en á sama tíma sé sorglegt að staðan i heiminum sé ekki betri en raun ber vitni. „Þetta er grátbroslegt einhvernveginn, að vita að við séum efst. Við fögnuðum mikið en á sama tíma er leiðinlegt að heyra að önnur lönd séu ekki komin svona langt,“ segir Ólöf Bjarki Antons. Undir þetta tekur Álfur Birkir Bjarnason, Formaður samtakanna'78, en hann segir mikilvægt að standa vaktina áfram. Lagaleg staða trans fólks er hvergi betri en á Íslandi.Vísir/Sara „Það er dásamlegt að vita að stjórnvöld ætli að vinna þetta verkefni með okkur og ætli sér að komast í efsta sæti fyrir okkur og með okkur. En á sama tíma sýnir þetta að það er nóg eftir. Við fáum einkunnina 71% sem er virkilega gott miðað við margt, en sýnir líka að það er nóg pláss fyrir umbætur.“ Ólöf Bjarki segir að þó lagaleg staða trans fólks sé góð þá hafi samfélagsstaða farið aftur á ákveðnum sviðum. „Við verðum vör við meira hatur í fjölmiðum, á netinu og úti á götu. En sem betur fer erum við með stjórnvöld í liði með okkur. Það er líka mikil samstaða innan Hinsegin samfélagsins þannig ég held að við náum alveg að snúa þessu við aftur.“
Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira