Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 16:02 Pixel Fold is er fyrsti langlokusími Google. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær. Google Tækni Gervigreind Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær.
Google Tækni Gervigreind Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira