Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um afeitrunardeild ungmenna á Landspítalanum sem opnuð var með pomp og prakt fyrir nokkrum árum en þykir alls ekki hafa staðið undir væntingum.

Einnig verður fjallað um málefni leigufélagsins Heimstaden sem er það stærsta hér á landi. Félagið tilkynnti um það í gær að það hyggist leggja upp laupana. 

Að auki verður rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar vegna ábendinga frá ESA og fjallað um stöðu skjalavörslu á Íslandi. 

Að síðustu tökum við púlsinn á stemmningunni í Liverpool og heyrum í Diljá sem stígur á stokk í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×