„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:30 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður leigjendasamtakanna gefur lítið fyrir málsvörn leigusala. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira