Handbolti

Samningslaus Díana: „Ég er sultu­slök“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Díana Guðjónsdóttir stýrði Haukum alla leið í undanúrslit Olís deildar kvenna.
Díana Guðjónsdóttir stýrði Haukum alla leið í undanúrslit Olís deildar kvenna. Vísir/Hulda Margrét

Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit.

„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði, þetta er ungt lið og það verður ekkert annað í boði á Ásvöllum og í Hafnafirði að taka næsta skref á næstu leiktíð.“

Díana tók við liðinu eftir að Ragnar Hermannsson ákvað að stíga frá borði í maí á þessu ári. Díana, sem var aðstoðarþjálfari, tók við og var einfaldlega spurð eftir tap í framlengdum oddaleik gegn deildarmeisturum ÍBV hvort hún hygðist ekki vera áfram með liðið.

Klippa: Díana samningslaus og sultuslök

„Það er óráðið. Ég er samningslaus, er bara að hugsa mín mál og hvað ég ætla að gera. Ætla ekki að gefa neitt upp. Næsta verkefni er bara að gefa frí á æfingu á morgun og svo einblína á úrslitakeppni í 3. flokki og svo hugsa ég mín mál.“

Viðtalið við Díönu í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×