„Þessi spjaldtölva er röddin hans“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 21:03 Sigurgeir saknar spjaldtölvunnar sinnar mjög að sögn föður hans sem biðlar til þess sem hefur hana að skila henni. Hér er hann með skólatöskuna sem var stolið. Ívar Pétur Hannesson Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar. „Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
„Það var fullt af allskonar dóti stolið úr skúrnum, eins og rándýr GPS búnaður en það eina sem skiptir mig máli að finna aftur er þessi tölva,“ segir Ívar Pétur Hannesson, fjölskyldufaðir á Völlunum í Hafnarfirði. Sonur hans Sigurgeir Bjarni Ívarsson er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og einhverfur og þarfnast tölvunnar mjög. Löng bið eftir nýrri „Þessi spjaldtölva er röddin hans og er hann að læra á hana í skólanum,“ skrifar Ívar í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann lýsir eftir tölvunni. Hann segir að sérpanta þyrfti nýja tölvu og fjölskyldan bindi því miklar vonir við að þessi finnist. „Við vorum í marga mánuði að fá þessa tölvu upphaflega, ætli þetta hafi ekki verið einhverjir átta eða tíu mánuðir og yrði líklega svipað núna.“ Tölvan var í skólatösku sonar hans og var taskan auk ýmis annars búnað tekinn úr skúrnum í nótt. „Tölvan lítur í raun út eins og venjuleg spjaldtölva nema að það er fastur hátalari neðst á henni og handfang að ofan,“ segir Ívar. Ívar kveðst miður sín yfir því að eiga ekki aðrar myndir en þessa af samskiptatölvunni. Ívar Pétur Hannesson Engir eftirmálar ef henni verður skilað Tölvan er frá framleiðandanum Topii og er í svartri tautösku. Ívar segist engar ábendingar hafa fengið vegna málsins enn sem komið er en segir lögreglu auk þess kanna málið. „Ég væri alveg til í að fá hana til baka og ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hana skal ég borga góð fundarlaun fyrir. Sömuleiðis ef viðkomandi skilar henni sjálfur verða engir eftirmálar.“ Ívar, ásamt eiginkonu sinni Söndru Sigurðardóttir. Hann segir að verði tölvunni skilað sé málinu lokið af sinni hálfu. Ívar Pétur Hannesson
Tækni Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira