Diljá fagnað einna mest á rennsli í höllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2023 13:35 Diljá var vel tekið á rennsli síðdegis í Liverpool í dag. EBU Diljá Pétursdóttur fulltrúa Íslands í Eurovision var gríðarvel tekið á blaðamannarennsli í Eurovision-höllinni í dag. Kliður fór um salinn eftir að Diljá lauk sér af; blaðamenn í grennd við undirritaða létu sérstaklega vel af kraftmikilli rödd Diljár. Búningaæfing fyrir seinna undankvöld Eurovision að viðstöddum blaðamönnum hófst nú síðdegis í Liverpool. Diljá var sjöunda á svið á æfingunni, á eftir Kýpur, eins og hún verður á undankeppninni annað kvöld. Og hvílíkt sjónarspil! Það var ekki að sjá örðu af stressi í Diljá þegar hún kom sér fyrir á sviðinu. Flutningur lagsins virtist ganga afar vel; eins og í Söngvakeppninni heima var Diljá á ferð og flugi um allt svið, tók handahlaup á annarri hendi og fleygði sér í gólfið við og við. Blaðamaður leyfir sér að fullyrða að rödd Diljár hafi vakið sérstaka hrifningu enda var flutningurinn einkar kraftmikill. Röddin er með þeim allra bestu í ár. Diljá var afar vel fagnað að loknum flutningi, fagnaðarlætin líklega með þeim meiri af atriðunum sem hér voru flutt. „Hvílíkur kraftur,“ sagði blaðamaður fyrir aftan undirritaða þegar Diljá kláraði - og sambærilegur kór ómaði allt í kring. Önnur framlög sem fengu virkilega góðar undirtektir í dag, ef ekki meiri en Ísland, voru það belgíska, austurríska, litháíska og albanska. Það er engum blöðum um það að fletta að Diljá er með sterkari flytjendum í ár en það vinnur ef til vill ekki með henni að á undankvöldinu eru nokkur tiltölulega sambærileg lög: einn kraftmikill flytjandi á sviði með áhrifaríka grafík. Þetta verður sannarlega spennandi á morgun. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Búningaæfing fyrir seinna undankvöld Eurovision að viðstöddum blaðamönnum hófst nú síðdegis í Liverpool. Diljá var sjöunda á svið á æfingunni, á eftir Kýpur, eins og hún verður á undankeppninni annað kvöld. Og hvílíkt sjónarspil! Það var ekki að sjá örðu af stressi í Diljá þegar hún kom sér fyrir á sviðinu. Flutningur lagsins virtist ganga afar vel; eins og í Söngvakeppninni heima var Diljá á ferð og flugi um allt svið, tók handahlaup á annarri hendi og fleygði sér í gólfið við og við. Blaðamaður leyfir sér að fullyrða að rödd Diljár hafi vakið sérstaka hrifningu enda var flutningurinn einkar kraftmikill. Röddin er með þeim allra bestu í ár. Diljá var afar vel fagnað að loknum flutningi, fagnaðarlætin líklega með þeim meiri af atriðunum sem hér voru flutt. „Hvílíkur kraftur,“ sagði blaðamaður fyrir aftan undirritaða þegar Diljá kláraði - og sambærilegur kór ómaði allt í kring. Önnur framlög sem fengu virkilega góðar undirtektir í dag, ef ekki meiri en Ísland, voru það belgíska, austurríska, litháíska og albanska. Það er engum blöðum um það að fletta að Diljá er með sterkari flytjendum í ár en það vinnur ef til vill ekki með henni að á undankvöldinu eru nokkur tiltölulega sambærileg lög: einn kraftmikill flytjandi á sviði með áhrifaríka grafík. Þetta verður sannarlega spennandi á morgun.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54