Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:51 Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp um framtíð skjalavörslu í landinu. Vísir/Arnar Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar. Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra. Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra.
Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14