Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:51 Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp um framtíð skjalavörslu í landinu. Vísir/Arnar Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar. Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra. Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra.
Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14