Hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum Tinna Andrésdóttir skrifar 10. maí 2023 10:30 Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Hundar Kettir Dýr Tinna Andrésdóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun