Að þekkja sinn vitjunartíma Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. maí 2023 14:01 Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun