Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 10:10 Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi en í fyrra. Getty/Jose Luis Pelaez Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár. Fjöldi lifandi barna sem fæddust á Íslandi árið 2022 var 4,391 samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Um er að ræða töluverða fækkun frá árinu áður en þá fæddust 4.879 börn. „Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Í tölunum kemur fram að frjósemi á Íslandi nái ekki upp í þá tölu sem yfirleitt er miðað við að þurfi til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2022 var frjósemi íslenskra kvenna 1,59 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853.“ Síðast náði frjósemi hér á landi umræddu viðmiði árið 2010. Síðan þá hefur frjósemi hér þó farið lækkandi með nánast hverju árinu sem líður. Meðalaldur mæðra hækkar áfram Einnig kemur fram í tölum Hagstofu að fæðingartíðni mæðra undir tvítugu hafi í fyrra verið þrjú börn á hverjar þúsund konur. „Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu,“ segir í tilkynningunni. Fyrir utan síðustu tvö ár þurfi að fara aftur til ársins 1870 til að finna annað ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar þúsund konur. Aldursbundin fæðingartíðni hafði alltaf verið hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára frá árinu 1932. Breyting varð á því árið 2019 en þá var fæðingartíðnin hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama var uppi á teningnum í fyrra. Þá fæddust 105,1 á hverjar þúsund konur á aldursbilinu 30-34 ára en 99 á aldursbilinu 25-29 ára. Það er í fyrsta skipti sem fæðingartíðni fer undir hundrað á því aldursbili. „Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,9 ár í fyrra.“ Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mannfjöldi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Fjöldi lifandi barna sem fæddust á Íslandi árið 2022 var 4,391 samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Um er að ræða töluverða fækkun frá árinu áður en þá fæddust 4.879 börn. „Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Í tölunum kemur fram að frjósemi á Íslandi nái ekki upp í þá tölu sem yfirleitt er miðað við að þurfi til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2022 var frjósemi íslenskra kvenna 1,59 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853.“ Síðast náði frjósemi hér á landi umræddu viðmiði árið 2010. Síðan þá hefur frjósemi hér þó farið lækkandi með nánast hverju árinu sem líður. Meðalaldur mæðra hækkar áfram Einnig kemur fram í tölum Hagstofu að fæðingartíðni mæðra undir tvítugu hafi í fyrra verið þrjú börn á hverjar þúsund konur. „Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu,“ segir í tilkynningunni. Fyrir utan síðustu tvö ár þurfi að fara aftur til ársins 1870 til að finna annað ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar þúsund konur. Aldursbundin fæðingartíðni hafði alltaf verið hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára frá árinu 1932. Breyting varð á því árið 2019 en þá var fæðingartíðnin hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama var uppi á teningnum í fyrra. Þá fæddust 105,1 á hverjar þúsund konur á aldursbilinu 30-34 ára en 99 á aldursbilinu 25-29 ára. Það er í fyrsta skipti sem fæðingartíðni fer undir hundrað á því aldursbili. „Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,9 ár í fyrra.“
Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mannfjöldi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira