„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist í lokin“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. maí 2023 21:50 Ásgeir Örn Hallgrímsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu ótrúlegan sigur gegn Aftureldingu 29-28. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, leikmaður Hauka skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var í skýjunum með þennan sigur. „Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira