„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist í lokin“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. maí 2023 21:50 Ásgeir Örn Hallgrímsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu ótrúlegan sigur gegn Aftureldingu 29-28. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, leikmaður Hauka skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var í skýjunum með þennan sigur. „Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn. Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira