„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist í lokin“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. maí 2023 21:50 Ásgeir Örn Hallgrímsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu ótrúlegan sigur gegn Aftureldingu 29-28. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, leikmaður Hauka skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var í skýjunum með þennan sigur. „Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira