„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist í lokin“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. maí 2023 21:50 Ásgeir Örn Hallgrímsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu ótrúlegan sigur gegn Aftureldingu 29-28. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, leikmaður Hauka skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var í skýjunum með þennan sigur. „Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira
„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Sjá meira