Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli Apríl Auður Helgudóttir skrifar 8. maí 2023 17:05 Freyr Vilmundarson í bílnum sínum sem tekinn var ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina. Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“ Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira