Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli Apríl Auður Helgudóttir skrifar 8. maí 2023 17:05 Freyr Vilmundarson í bílnum sínum sem tekinn var ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina. Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“ Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira