Niðurstöðug skýrslunnar eru á þá leið að aflífun á hluta stórhvela við veiðar á Íslandi hafi tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Við ræðum við einn skýrsluhöfunda í fréttatímanum.
Einnig segjum við frá kæru á hendur lögmanni fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði.
Að auki segjum við frá því að Umboðsmaður Alþingis hefur nú krafið Bjarna Benediktsson um enn frekari svör varðandi hæfi hans við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Að endingu heyrum við í Diljá Pétursdóttur Eurivisionfara en spennan í Lundúnum eykst nú dag frá degi. Diljá stígur á stokk á fimmtudaginn kemur.