Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hlutverk Birgis Hrafns verði að hjálpa fyrirtækjum að ná sem mestum árangri í gegnum veflausnir. Fyrirtækið stefni á sókn í stafrænum lausnum og mun Birgir Hrafn leiða þá vinnu. Hann muni meðal annars leiða vefþróun með það að markmiði að hjálpa íslenskum fyrirtækjum í stafrænni umbreytingu.
„Síðastliðinn áratug hefur Birgir leitt vef- og vöruþróunarverkefni með mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins, sem hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Birgir er einn stofnanda vefstofunnar Kaktus sem hefur undanfarin ár verið leiðandi fyrirtæki í gerð veflausna á Íslandi og starfaði þar sem framkvæmdastjóri. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Samtaka Vefiðnaðarins (SVEF). Birgir er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, MPM,“ segir í tilkynningunni.
Hjá Digido starfa fjórtán sérfræðingar á sviði markaðs- og auglýsingaráðgjafar með áherslu á gagnadrifna markaðssetningu.