Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 19:57 Reykur stígur upp frá byggingum í Bakhmut. AP/Libkos Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. Fosfórsvopn eru ekki bönnuð en notkun þeirra gegn almennum borgurum er stríðsglæpur. Þetta er ekki í fyrsta sinn síðan innrásin hófst sem Rússar eru sakaðir um að hafa gripið til fosfórssprengja og átökin í Bakhmut hafa varað í marga mánuði. Þúsundir Rússar eru taldir hafa fallið í bardögum um borgina. Varnarmálaráðuneyti Twitter sagði að umrædd árás hefði beinst gegn svæðum í Bakhmut sem eru ekki á valdi Rússa. Ekki liggur fyrir hvenær myndskeiðið var tekið en það sýnir háhýsi í ljósum logum. Sérfræðingar BBC hafa greint myndskeiðin og segja þau hafa verið tekin vestur af miðborg Bakhmut, nærri barnaspítala. Þá hafa þeir staðfest að Rússar hafi beitt eldvopnum í árásinni en ekki sé hægt að fullyrða að um sé að ræða fosfór. Ukraine war: Russia accused of using phosphorus bombs in Bakhmut https://t.co/GZdCht9koz— BBC News (World) (@BBCWorld) May 6, 2023 Stjórnvöld í Moskvu hafa aldrei viðurkennt að hafa notað fosfór-vopn og harðneituðu því í kjölfar fullyrðinga Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta þess efnis. Samkvæmt Human Rights Watch er fosfór alræmt fyrir að valda alvarlegum sárum og það getur meira að segja kviknað aftur í því þegar sáraumbúðir eru fjarlægðar. Samtökin segja fosfór-vopnum hafa verið beitt margsinnis á síðustu 15 árum, meðal annars af Bandaríkjamönnum gegn Ríki íslam í Írak og Sýrlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Fosfórsvopn eru ekki bönnuð en notkun þeirra gegn almennum borgurum er stríðsglæpur. Þetta er ekki í fyrsta sinn síðan innrásin hófst sem Rússar eru sakaðir um að hafa gripið til fosfórssprengja og átökin í Bakhmut hafa varað í marga mánuði. Þúsundir Rússar eru taldir hafa fallið í bardögum um borgina. Varnarmálaráðuneyti Twitter sagði að umrædd árás hefði beinst gegn svæðum í Bakhmut sem eru ekki á valdi Rússa. Ekki liggur fyrir hvenær myndskeiðið var tekið en það sýnir háhýsi í ljósum logum. Sérfræðingar BBC hafa greint myndskeiðin og segja þau hafa verið tekin vestur af miðborg Bakhmut, nærri barnaspítala. Þá hafa þeir staðfest að Rússar hafi beitt eldvopnum í árásinni en ekki sé hægt að fullyrða að um sé að ræða fosfór. Ukraine war: Russia accused of using phosphorus bombs in Bakhmut https://t.co/GZdCht9koz— BBC News (World) (@BBCWorld) May 6, 2023 Stjórnvöld í Moskvu hafa aldrei viðurkennt að hafa notað fosfór-vopn og harðneituðu því í kjölfar fullyrðinga Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta þess efnis. Samkvæmt Human Rights Watch er fosfór alræmt fyrir að valda alvarlegum sárum og það getur meira að segja kviknað aftur í því þegar sáraumbúðir eru fjarlægðar. Samtökin segja fosfór-vopnum hafa verið beitt margsinnis á síðustu 15 árum, meðal annars af Bandaríkjamönnum gegn Ríki íslam í Írak og Sýrlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira