Ráðherra skammar stjórnvöld vegna iðnmenntunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 21:05 Áslaug Arna, ásamt Fjólu S. Kristinsdóttur, bæjarstjóra í Árborg og Finni Beck, framkvæmdastjóra Samorku á fagþinginu á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra í ríkisstjórninni skammast út í stjórnvöld fyrir að sinna ekki iðnmenntun betur í landinu því á sama tíma og ungt fólk hefur áhuga á menntuninni er ekki pláss fyrir það í skólunum, sem sé óboðlegt. Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira