Ágúst: Skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna eru að brjóta og sparka niður Kári Mímisson skrifar 4. maí 2023 22:27 Ágúst sagði að hans ungu leikmenn hefðu verið sparkaðir út úr leiknum. Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur. „Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
„Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira