Ágúst: Skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna eru að brjóta og sparka niður Kári Mímisson skrifar 4. maí 2023 22:27 Ágúst sagði að hans ungu leikmenn hefðu verið sparkaðir út úr leiknum. Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur. „Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira