Telur ungmenni nota ensku til að draga upp ákveðna mynd af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2023 12:56 Helga segir að drengirnir hafi notað þau ensku orð sem tengjast leiknum þeirra beint. Í tilviki 15 ára drengjanna var um að ræða Grand Theft Auto. Getty/Cate Gillon Rannsóknardósent hjá Árnastofnun segir notkun ensku í unglingamáli ekki einskorðast við Ísland heldur sé hún snar þáttur í unglingamáli- og menningu víða um heim. Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23