Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:01 Sigurður Bragason og leikmenn hans eru á eftir þrennunni en það reynir á liðið þegar það er spilað mjög þétt í úrslitakeppninni. Vísir/Diego Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira