Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2023 23:54 Justin Webster og eiginkona hans Ashleigh. Dóttir þeirra, Ivy, var ein þeirra sem var myrt. AP/Sean Murphy Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus. Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00
Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38