Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:59 Bolsonaro ræðir við fréttamenn eftir að alríkislögreglumenn leituðu á heimili hans í dag. AP/Eraldo Peres Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, og lögðu hald á síma hans í höfuðborginni Brasilíu í morgun. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meintum fölsunum á bólusetningarskírteinum vegna Covid-19. Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32
Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25