Séðir ættu að „geta komið sjö, átta páskaeggjum í pokann“ á lagersölu Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2023 09:46 Lagersalan mun fara fram milli klukkan 16 og 18 á morgun. „Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann.“ Þetta segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um lagersölu á óseldum páskaeggjum sem fyrirtækið hefur ákveðið að blása til í húsnæði fyrirtækisins á Hesthálsi í Reykjavík á morgun. Auðjón segir í samtali við Vísi að vanalega endurvinni fyrirtækið páskaeggin sem ekki seljast – nýti í aðrar vörur, gefi til góðgerðarstofnana eða selji til aðila í útlöndum. „Nú hafa hins vegar borist sérstaklega margar óskir um að fá að kaupa páskaeggin á ódýrara verði, nú þegar páskarnir eru búnir. Við ákváðum að kanna málið og í kjölfarið að ráðast í þessa lagersölu. Það virðist rosalegur áhugi á þessu,“ segir Auðjón. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.Aðsend Bjóða poka á tvö þúsund krónur Auðjón segir lagersöluna fara fram milli klukkan 16 og 18 á morgun. „Það verður bara þannig að fyrstir koma, fyrstir fá. Við munum bjóða fólki að kaupa poka við innganginn á tvö þúsund krónur og fólki verður þá frjálst að reyna að koma eins mörgum páskaeggjum fyrir í pokann og hægt er. Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann,“ segir Auðjón og vísar þar í að fólki sé frjálst að brjóta páskaeggin til að koma fleiri páskaeggjum fyrir. Fleiri bretti Auðjón segist ekki vera með nákvæma tölu hvað þetta eru mörg páskaegg sem verða þarna í boði. „Þetta er góður slatti. Fleiri, fleiri bretti.“ Hann segir að auk þess eigi eftir að taka frá einhvern hluta páskaeggjanna frá fyrir góðgerðarsamtök. Fyrirtækið muni þó bíða með mögulega sölu á páskaeggjum til aðila erlendis. Staðan varðandi hana verði tekin að lagersölunni lokinni. Sælgæti Reykjavík Neytendur Páskar Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um lagersölu á óseldum páskaeggjum sem fyrirtækið hefur ákveðið að blása til í húsnæði fyrirtækisins á Hesthálsi í Reykjavík á morgun. Auðjón segir í samtali við Vísi að vanalega endurvinni fyrirtækið páskaeggin sem ekki seljast – nýti í aðrar vörur, gefi til góðgerðarstofnana eða selji til aðila í útlöndum. „Nú hafa hins vegar borist sérstaklega margar óskir um að fá að kaupa páskaeggin á ódýrara verði, nú þegar páskarnir eru búnir. Við ákváðum að kanna málið og í kjölfarið að ráðast í þessa lagersölu. Það virðist rosalegur áhugi á þessu,“ segir Auðjón. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.Aðsend Bjóða poka á tvö þúsund krónur Auðjón segir lagersöluna fara fram milli klukkan 16 og 18 á morgun. „Það verður bara þannig að fyrstir koma, fyrstir fá. Við munum bjóða fólki að kaupa poka við innganginn á tvö þúsund krónur og fólki verður þá frjálst að reyna að koma eins mörgum páskaeggjum fyrir í pokann og hægt er. Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann,“ segir Auðjón og vísar þar í að fólki sé frjálst að brjóta páskaeggin til að koma fleiri páskaeggjum fyrir. Fleiri bretti Auðjón segist ekki vera með nákvæma tölu hvað þetta eru mörg páskaegg sem verða þarna í boði. „Þetta er góður slatti. Fleiri, fleiri bretti.“ Hann segir að auk þess eigi eftir að taka frá einhvern hluta páskaeggjanna frá fyrir góðgerðarsamtök. Fyrirtækið muni þó bíða með mögulega sölu á páskaeggjum til aðila erlendis. Staðan varðandi hana verði tekin að lagersölunni lokinni.
Sælgæti Reykjavík Neytendur Páskar Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira