Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 09:54 Einhverjir stórnotendur á Íslandi hafa haldið því fram að þeir noti græna orku aðeins á þeim grundvelli að þeir hafi starfsemi hér á landi þar sem nær öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum hætti. Kaupa þarf upprunaábyrgðir til þess að setja fram slíkar fullyrðingar. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi. Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi.
Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh).
Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira