Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 22:38 Justin og Haydon Webster, faðir og bróðir Ivy Webster, fyrir utan húsið þar sem hún og sex aðrir fundust látnir í gærkvöldi. AP/Nathan J. Fish Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
McFadden er meðal hinna látnu, samkvæmt AP fréttaveitunni og stúlkurnar eru það einnig. Fréttaveitan hefur eftir Janette Mayo, móður Holly Guess, eiginkonu McFadden, að hún sé einnig látin og barnabörn hennar, þau Rylee Elizabeth Allen (17), Michael James Mayo (15) og Tiffany Dore Guess (13). Mayo hefur eftir lögreglunni að þau hafi öll verið skotin til bana. Hún sagði einnig að týndu táningarnir hefðu verið vinir Tiffany Dore Guess og hefðu ætlað að verja helginni með fjölskyldunni. Mynd af Ivy Webster og Tiffany Guess.AP/Nathan J. Fish Átti að vera í dómsal Mayo segir McFadden hafa svo gott sem haldið dóttur hennar og barnabörnum föngum á jarðareign þeirra nærri Henryetta. „Hann laug að dóttur minni og sannfærði hana um að þetta væru bara mistök,“ sagði hún um það að fjölskyldan komst nýverið að því að McFadden væri dæmdur kynferðisbrotamaður. „Hann var hlédrægur. Hann var mjög kuldalegur, mjög þögull en hann hélt dóttur minni og börnunum svo gott sem læstum inni. Hann þurfti alltaf að vita hvar þau voru.“ Skilti sem notað var til að lýsa eftir Ivy Webster, Brittany Brewer og Jesse L. McFadden.AP/Umferðarlögreglan í Oklahoma McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003 en var sleppt úr fangelsi í október 2020. Þá sýna dómsskjöl að hann átti að mæta í dómsal í gær þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Alls hafa 97 verið myrtir í nítján fjöldamorðum í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt AP hafa fjöldamorð þar sem minnst fjórir eru myrtir aldrei verið tíðari. Árið 2009 voru 93 myrtir í sautján fjöldamorðum á fyrstu fjórum mánuðum þess árs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira