Ásmundur sakaður um siðleysi vegna leiðsögumennsku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 22:30 Ásmundur Friðriksson segist nýta frítíma sinn eins og honum sýnist. Vilhelm Gunnarsson Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist. „Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann.
Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent