Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2023 13:31 Birna Berg Haraldsdóttir lætur vaða í leiknum á móti Haukum en hún nýtti skotin sín langbest af stórstjörnum ÍBV í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira
Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira