Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2023 16:08 Magnús Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi forstjóri Klakka. Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna. Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs.
Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00