Kröfu Björgólfs um vanhæfi Jóns Arnars hafnað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 13:39 Dómari féllst ekki á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Jóns Arnars. Getty Jón Arnar Baldurs er ekki vanhæfur til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, dómsformaður í málinu, úrskurðaði um vanhæfið í gær. Hafnaði hann kröfu Björgólfs um að Jón Arnar taki ekki sæti í dóminum sem sérfróður meðdómsmaður í málinu sem lýtur að upplýsingagjöf Björgólfs til hluthafa Landsbankans og yfirtökuskyldu á árunum fyrir bankahrun. Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs, setti kröfuna fram vegna þess að Jón Arnar, sem er endurskoðandi, hafði aðkomu að málsvörn endurskoðunarfyrirtækisins Price Waterhouse Coopers (PwC) í lögsókn slitabús Landsbankans. Sagði Reimar að Jón Arnar hefði veitt PwC ólögskyldar leiðbeiningar vegna atriða sem varði sakarefni hópmálsóknarinnar. Óheppilegt væri ef það kæmi upp í aðalmeðferð málsins. Einnig að Jón Arnar hefði verið yfirmaður eftirlits með beitingu IFRS reikningsskilastaðla hjá ársreikningaskrá. Enga hagsmuni af niðurstöðunni „Í málinu er sem fyrr segir byggt á því af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um óbeina hlutafjáreign sína í Landsbankanum og þannig villt um fyrir bæði stjórnendum og endurskoðendum bankans, með þeim afleiðingum að ársreikningur bankans og árhlutauppgjör hafi verið röng,“ segir í úrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Sakarefni málsins lýtur samkvæmt því að meintri saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, en ekki að háttsemi endurskoðenda bankans eða stjórnenda hans og enn síður að framkvæmd ársreikningaskrár. Enginn þessara aðila er enda málsaðili í málinu.“ Þá er einnig bent á að hvorki Jón Arnar né starfsmenn á hans vegum hafi komið að eftirliti með reikningsskilum Landsbankans á umræddum tíma, það er árunum 2005 til 2007. „Hann hefur sömuleiðis enga hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir í úrskurðinum. Tafði aðalmeðferð Vanhæfismálið var sérmál innan hópmálsóknarinnar sem hófst árið 2015 en á rætur sínar til vitnamála Vilhjálms Bjarnasonar árið 2012. Aðalmeðferð átti að hefjast í þessum mánuði en tefst vegna þess. Kristján Loftsson er í forsvari fyrir tvö af fimm félögunum í málsókninni.Egill Aðalsteinsson Þrjú hundruð hluthafar Landsbankans fallna krefjast viðurkenningar á bótaskyldu Björgólfs. Það er Málsóknarfélög hluthafa Landsbankans númer I, II og III. Þá krefjast tvö félög, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Hvalur undir forystu útgerðarmannsins Kristjáns Loftssonar, 600 milljóna króna í bætur.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18 Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Krefst þess að Jón Arnar víki vegna tengsla við PwC Reimar Pétursson, lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, krefst þess að Jón Arnar Baldurs taki ekki sæti sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn gegn Björgólfi. Þinghald um meint vanhæfi Jóns Arnars fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. apríl 2023 12:18
Telur sérfróðan meðdómanda vanhæfan Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum. 17. apríl 2023 14:00