Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2023 11:46 Wilson Skaw er nú við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Landhelgisgæslan Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni. Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni.
Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55
Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37