Áfall í kjölfar riðu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 28. apríl 2023 09:01 Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma. Með nýrri tækni verður vonandi hægt að ráða niðurlögum þessa erfiða sjúkdóms, það er með öflugri arfgerðargreiningu á fjárstofni landsins. Til að það geti talist raunveruleg lausn þarf að setja á stað verkefni við að kortleggja stofninn og vinna sig þannig upp frá grunni. Áfallahjálp Sem betur fer erum við komin á þann stað að þegar áfall ríður yfir grípur okkur stuðningsnet sem hjálpar okkur aftur á fætur. Þegar stærri áföll eða hamfarir í samfélögum verða eins og náttúruhamfarir þá taka yfir verkferlar í almannahjálp. Áföll geta haft varanleg áhrif og mikið tilfinningalegt álag. Það er því mikilvægt að sækja sér aðstoð sem fyrst til að vinna úr alvarlegum atburðum og koma þannig í veg fyrir vandamál í framtíðinni. Rauði krossinn hefur umsjón með áfallahjálp hér á landi í skipulagi almannavarna á Íslandi. Þetta teymi hefur verið virkjað við stór og smá tilfelli með aðkomu ýmissa fagaðila með góðum árangri. Samfélag í sárum Það skiptir máli að hafa hraðar hendur þegar riðutilfelli koma upp, Setja ferlið á stað hratt og örugglega. Hvert tilfelli er einstakt og þegar upp kemur riðutilfelli í einu hólfi getur farið á stað atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Það er mikið álag á starfsmönnum MAST við slíkar aðstæður. Gæta þarf sérstaklega að því að hafa góð samskipti við fólk sem er að missa lífsviðurværið sitt auk þess sem aðstæður fjölskyldna eru settar í algjört uppnám. Ekki bara á einum bæ, heldur er allt samfélagið undir. Atvinnuörygginu er ógnað, menning og samskipti fara úr skorðum. Því er mikilvægt að samhliða verkferlum MAST sem eru virkjað þegar riðutilfelli koma upp sé áfallateymi Rauða krossins virkjað til að veita áfallahjálp og veita samfélaginu ráðgjöf. Í nýuppkomnum riðutilfellum í Miðfjarðarhólfi er allt samfélagið undir. Þessu hefur verið líkt við hamförum því þarf að mæta með þeim verkfærum sem þekkt eru til að draga úr afleiðingum sem af þeim hlýst. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma. Með nýrri tækni verður vonandi hægt að ráða niðurlögum þessa erfiða sjúkdóms, það er með öflugri arfgerðargreiningu á fjárstofni landsins. Til að það geti talist raunveruleg lausn þarf að setja á stað verkefni við að kortleggja stofninn og vinna sig þannig upp frá grunni. Áfallahjálp Sem betur fer erum við komin á þann stað að þegar áfall ríður yfir grípur okkur stuðningsnet sem hjálpar okkur aftur á fætur. Þegar stærri áföll eða hamfarir í samfélögum verða eins og náttúruhamfarir þá taka yfir verkferlar í almannahjálp. Áföll geta haft varanleg áhrif og mikið tilfinningalegt álag. Það er því mikilvægt að sækja sér aðstoð sem fyrst til að vinna úr alvarlegum atburðum og koma þannig í veg fyrir vandamál í framtíðinni. Rauði krossinn hefur umsjón með áfallahjálp hér á landi í skipulagi almannavarna á Íslandi. Þetta teymi hefur verið virkjað við stór og smá tilfelli með aðkomu ýmissa fagaðila með góðum árangri. Samfélag í sárum Það skiptir máli að hafa hraðar hendur þegar riðutilfelli koma upp, Setja ferlið á stað hratt og örugglega. Hvert tilfelli er einstakt og þegar upp kemur riðutilfelli í einu hólfi getur farið á stað atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Það er mikið álag á starfsmönnum MAST við slíkar aðstæður. Gæta þarf sérstaklega að því að hafa góð samskipti við fólk sem er að missa lífsviðurværið sitt auk þess sem aðstæður fjölskyldna eru settar í algjört uppnám. Ekki bara á einum bæ, heldur er allt samfélagið undir. Atvinnuörygginu er ógnað, menning og samskipti fara úr skorðum. Því er mikilvægt að samhliða verkferlum MAST sem eru virkjað þegar riðutilfelli koma upp sé áfallateymi Rauða krossins virkjað til að veita áfallahjálp og veita samfélaginu ráðgjöf. Í nýuppkomnum riðutilfellum í Miðfjarðarhólfi er allt samfélagið undir. Þessu hefur verið líkt við hamförum því þarf að mæta með þeim verkfærum sem þekkt eru til að draga úr afleiðingum sem af þeim hlýst. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun