Gríðarleg umsvif Blika: „Auðvitað fylgja smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 07:00 Flosi Eiríksson er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári. Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum. Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti