Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2023 19:27 Tinna segir Gabríel hafa þráð að tilheyra hóp en að hann hafi verið týndur og glímt við mikla vanlíðan og lítið sjálfstraust. Hann lést þremur vikum eftir tvítugsafmæli sitt. Vísir/Arnar Halldórsson Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. Gabríel Dagur Hauksson er einn af fjölmörgum ungum einstaklingum sem hafa látið lífið síðustu vikur af völdum fíkniefna. Ástandinu hefur verið lýst sem faraldri. Gabríel var rétt orðinn tvítugur þegar hann lést þann 5. mars síðastliðinn. Rætt var við Tinnu Björnsdóttur, móður Gabríels, í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fréttina má sjá hér fyrir neðan. Tinna lýsir Gabríel sem ljúfum dreng með stórt hjarta sem vildi öllum vel. „Hann var lengst af rosalega glaðlyndur krakki, alltaf brosandi, mikill knúsari, hjálpsamur og skemmtilegur strákur. Hann hafði ótrúlegt hugmyndaflug, var listrænn, elskaði tónlist og að skapa,“ segir Tinna. Þegar Gabríel var í fyrsta bekk greindist hann á einhverfurófinu. Það varð til þess að hann átti erfitt félagslega og á unglingsárum fór að halla undan fæti. Var alla tíð hrædd um að hann leiddist út í neyslu Tinna segir Gabríel hafa þráð að tilheyra hóp en að hann hafi verið týndur og glímt við mikla vanlíðan og lítið sjálfstraust. „Hann var kvíðinn og var rosalega þungur,“ útskýrir Tinna. „Hann átti mjög erfitt með að átta sig á hvert hann ætlaði að fara, hvað hann vildi gera. Það var sterk sjálfstæðistilfinning í honum, hann beið spenntur eftir því að verða sjálfráða. Hann einhvernveginn vildi rosalega gera hlutina á sínum forsendum, vildi ekki láta segja sér hvað hann ætti að gera, heldur vildi finna sína leið. Kannski var einhverfan hluti af því.“ Tinna Björnsdóttir, móðir Gabríels, lýsir honum sem ljúfum dreng með stórt hjarta sem vildi öllum vel.Vísir/Arnar Halldórsson Tinna lýsir því að þegar Gabríel var á menntaskólaaldri hafi hann verið inn og út af Barna- og unglingageðdeild. „Það var mikill lífsleiði í honum, ef það kom eitthvað mótlæti þá fór hann svolítið þá leiðina, vildi ekki lifa og var að hóta að gera sér eitthvað.“ Tinna segir að hún geti ekki sett út á þá þjónustu sem Gabríel fékk á BUGL en það hafi ekki reynst nóg. „Svo var hann sendur út og fékk kannski eitt viðtal á viku. Við fengum enginn aukaúrræði. Bara lyf og hann hitti sálfræðing öðru hvoru.“ Gabríel var farinn að fikta við eiturlyf á þessum tíma og Tinna segist alla tíð hafa verið hrædd að hann færi þá leið. „Hann var í þessum áhættuhóp, hann var utanveltu, svolítið týndur. Þá var þetta alltaf hræðslan. En hann vildi alltaf gera betur, hann vildi betra líf." Vildi ekki láta loka sig inni í meðferð Árið 2019 komst Gabríel inn hjá Fjölsmiðjunni í Kópavogi. Þar uni hann sér vel og Tinna telur að ef hann hefði ekki haft það úrræði hefði hún kvatt hann miklu fyrr. „Þar byggðist upp hjá honum sjálfstraustið og hann fékk að finna betur hver hann væri. Einn starfsmaður lýsti því að þegar hann kom fyrst var hann með hettuna upp fyrir haus. Svo sá hann bara að það fór að birta yfir honum, hettan var farin af og hann farinn að spjalla, um tónlistina sem hann vildi búa til, þuldi upp rapptexta og svoleiðis.“ Gabríel fór aldrei í meðferð þrátt fyrir að hafa fiktað við fíkniefni um talsvert skeið. Hann var tvisvar nauðungarvistaður á Stuðlum en það var vegna þess að Bugl vildi ekki taka við honum þar sem grunur lék á að hann væri í neyslu. „Það var ekkert annað í boði,“ rifjar Tinna upp. „Hann var ekki ánægður með það, leið ekki vel. Hann vildi ekki fara í meðferð, vildi ekki láta loka sig inni. Meðferð er heldur ekki endilega besti staðurinn fyrir einhverfa einstaklinga. Rótin er ekki endilega bara þar, hún er miklu dýpri.“ „Ég veit ekkert hvað hann var að gera eða með hverjum" Tinna segir Gabríel hafa átt mjög erfitt eftir jól og áramót. „Það kom eitthvað upp á sem hann vildi ekki segja mikið frá en hann var bara að ströggla og í var mikilli vanlíðan. Ég vissi að hann var í einhverju en vissi ekki hversu gróft það var í rauninni. En lygarnar voru að hrannast upp, maður fann að hann var ekki að segja rétt frá. Peningarnir voru að hverfa einn tveir og tíu í þetta." Hún segir síðustu vikur í lífi Gabríels hafa verið mjög erfiðar. „Hann var að láta sig hverfa, ég vissi stundum ekki af honum heilu dagana. Þegar hann var hjá mér, þá fór ég kannski að sofa og þegar ég vaknaði var hann horfinn, hafði farið eitthvað um nóttina. Ég veit ekkert hvað hann var að gera eða með hverjum eða neitt." Opnaði sig þremur vikum fyrir andlát Þremur vikum áður en Gabríel lést varð hann tvítugur. Fjölskyldan átti notalegan dag saman og fór saman út að borða. „Við áttum gott spjall þá,“ segir Tinna. „Þá sagði hann við mig, „Mamma, mig langar þetta ekki lengur, mig langar að hætta þessu, ég vil fá aðstoð.“ Og þá svona fyrst fékk ég að heyra hvað hann væri að nota. Þá semsagt segir hann mér að hann væri að nota oxycontin, og það var svo óraunverulegt.“ „Þetta er ný veröld sem ég þarf að lifa í. Þetta er eitthvað sem maður er alltaf hræddur við og hefur hrætt mig bara frá því að ég fékk hann í fangið," segir Tinna, móðir Gabríels. „Það er skelfilegt hvað það er auðvelt fyrir krakka og fólk að komast í þetta. Þú ert fljótari að fá til þín eiturlyf en að panta pizzu. Þetta er bara ótrúlega sorglegur raunveruleiki, þetta er orðið svo hart. Þessir ungu krakkar eru bara komnir í efni sem maður sá bara harða liðið nota í gamla daga, en þetta eru krakkar sem eru ekki búnir að byggja upp neitt þol.“ „Þetta er mjög erfiður raunveruleiki“ Tinna lýsir því að hún hafi verið að koma heim úr búðinni þegar fékk fréttirnar af andláti Gabríels. „Ég var inni í eldhúsi þegar kærasti minn segir mér að lögreglan sé hérna og það sé vegna Gabríels. Ég spyr, „ha, hvað?“ Svo bara segir lögreglan mér það að Gabríel Dagur hafi látist þarna um nóttina eða um morguninn, aðfaranótt 5. mars.“ Hún segir síðustu vikur hafa verið hræðilegar. „Þetta er ný veröld sem ég þarf að lifa í. Þetta er eitthvað sem maður er alltaf hræddur við og hefur hrætt mig bara frá því að ég fékk hann í fangið. Þetta er eitthvað sem allir foreldar hræðast. Maður á ekki að lifa börnin sín. Þetta er mjög erfiður raunveruleiki.“ Hæfilega bjartsýn um breytingar Fréttir síðustu daga af fjölda dauðsfalla ungmenna vegna neyslu hafa tekið gríðarlega á Tinnu. Hún segir kerfið metnaðarlaust og að heilbrigðis- og velferðarráðuneytið verði að stíga inn í. „Þetta eru skelfilegar tölur og skelfilegt hvað við stöndum margir aðstandendur eftir. Það ætti að vera hægt að stoppa þetta einhvern veginn. Kerfið og ríkið, sveit og borg, þeir sem sjá um peningana, hann [Gabríel] er bara tala á blaði. Hann er bara partur af einhverri tölfræði hjá þeim. Þeir sjá ekki strákinn sem ég þekkti, sem við fjölskyldan hans þekktum. Og maður er bara reiður.“ Hún segist þó hæfilega bjartsýn á að eitthvað breytist þrátt fyrir stór loforð. „Sagan hefur sýnt að þegar á að fara breyta einhverju þá er talað um það í nokkrar vikur, jafnvel nokkra mánuði, en svo er hætt að tala um það.“ Hér fyrir neðan má sjá færslu sem Tinna birti um málefnið á Facebook á dögunum og hefur vakið mikla athygli. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Gabríel Dagur Hauksson er einn af fjölmörgum ungum einstaklingum sem hafa látið lífið síðustu vikur af völdum fíkniefna. Ástandinu hefur verið lýst sem faraldri. Gabríel var rétt orðinn tvítugur þegar hann lést þann 5. mars síðastliðinn. Rætt var við Tinnu Björnsdóttur, móður Gabríels, í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fréttina má sjá hér fyrir neðan. Tinna lýsir Gabríel sem ljúfum dreng með stórt hjarta sem vildi öllum vel. „Hann var lengst af rosalega glaðlyndur krakki, alltaf brosandi, mikill knúsari, hjálpsamur og skemmtilegur strákur. Hann hafði ótrúlegt hugmyndaflug, var listrænn, elskaði tónlist og að skapa,“ segir Tinna. Þegar Gabríel var í fyrsta bekk greindist hann á einhverfurófinu. Það varð til þess að hann átti erfitt félagslega og á unglingsárum fór að halla undan fæti. Var alla tíð hrædd um að hann leiddist út í neyslu Tinna segir Gabríel hafa þráð að tilheyra hóp en að hann hafi verið týndur og glímt við mikla vanlíðan og lítið sjálfstraust. „Hann var kvíðinn og var rosalega þungur,“ útskýrir Tinna. „Hann átti mjög erfitt með að átta sig á hvert hann ætlaði að fara, hvað hann vildi gera. Það var sterk sjálfstæðistilfinning í honum, hann beið spenntur eftir því að verða sjálfráða. Hann einhvernveginn vildi rosalega gera hlutina á sínum forsendum, vildi ekki láta segja sér hvað hann ætti að gera, heldur vildi finna sína leið. Kannski var einhverfan hluti af því.“ Tinna Björnsdóttir, móðir Gabríels, lýsir honum sem ljúfum dreng með stórt hjarta sem vildi öllum vel.Vísir/Arnar Halldórsson Tinna lýsir því að þegar Gabríel var á menntaskólaaldri hafi hann verið inn og út af Barna- og unglingageðdeild. „Það var mikill lífsleiði í honum, ef það kom eitthvað mótlæti þá fór hann svolítið þá leiðina, vildi ekki lifa og var að hóta að gera sér eitthvað.“ Tinna segir að hún geti ekki sett út á þá þjónustu sem Gabríel fékk á BUGL en það hafi ekki reynst nóg. „Svo var hann sendur út og fékk kannski eitt viðtal á viku. Við fengum enginn aukaúrræði. Bara lyf og hann hitti sálfræðing öðru hvoru.“ Gabríel var farinn að fikta við eiturlyf á þessum tíma og Tinna segist alla tíð hafa verið hrædd að hann færi þá leið. „Hann var í þessum áhættuhóp, hann var utanveltu, svolítið týndur. Þá var þetta alltaf hræðslan. En hann vildi alltaf gera betur, hann vildi betra líf." Vildi ekki láta loka sig inni í meðferð Árið 2019 komst Gabríel inn hjá Fjölsmiðjunni í Kópavogi. Þar uni hann sér vel og Tinna telur að ef hann hefði ekki haft það úrræði hefði hún kvatt hann miklu fyrr. „Þar byggðist upp hjá honum sjálfstraustið og hann fékk að finna betur hver hann væri. Einn starfsmaður lýsti því að þegar hann kom fyrst var hann með hettuna upp fyrir haus. Svo sá hann bara að það fór að birta yfir honum, hettan var farin af og hann farinn að spjalla, um tónlistina sem hann vildi búa til, þuldi upp rapptexta og svoleiðis.“ Gabríel fór aldrei í meðferð þrátt fyrir að hafa fiktað við fíkniefni um talsvert skeið. Hann var tvisvar nauðungarvistaður á Stuðlum en það var vegna þess að Bugl vildi ekki taka við honum þar sem grunur lék á að hann væri í neyslu. „Það var ekkert annað í boði,“ rifjar Tinna upp. „Hann var ekki ánægður með það, leið ekki vel. Hann vildi ekki fara í meðferð, vildi ekki láta loka sig inni. Meðferð er heldur ekki endilega besti staðurinn fyrir einhverfa einstaklinga. Rótin er ekki endilega bara þar, hún er miklu dýpri.“ „Ég veit ekkert hvað hann var að gera eða með hverjum" Tinna segir Gabríel hafa átt mjög erfitt eftir jól og áramót. „Það kom eitthvað upp á sem hann vildi ekki segja mikið frá en hann var bara að ströggla og í var mikilli vanlíðan. Ég vissi að hann var í einhverju en vissi ekki hversu gróft það var í rauninni. En lygarnar voru að hrannast upp, maður fann að hann var ekki að segja rétt frá. Peningarnir voru að hverfa einn tveir og tíu í þetta." Hún segir síðustu vikur í lífi Gabríels hafa verið mjög erfiðar. „Hann var að láta sig hverfa, ég vissi stundum ekki af honum heilu dagana. Þegar hann var hjá mér, þá fór ég kannski að sofa og þegar ég vaknaði var hann horfinn, hafði farið eitthvað um nóttina. Ég veit ekkert hvað hann var að gera eða með hverjum eða neitt." Opnaði sig þremur vikum fyrir andlát Þremur vikum áður en Gabríel lést varð hann tvítugur. Fjölskyldan átti notalegan dag saman og fór saman út að borða. „Við áttum gott spjall þá,“ segir Tinna. „Þá sagði hann við mig, „Mamma, mig langar þetta ekki lengur, mig langar að hætta þessu, ég vil fá aðstoð.“ Og þá svona fyrst fékk ég að heyra hvað hann væri að nota. Þá semsagt segir hann mér að hann væri að nota oxycontin, og það var svo óraunverulegt.“ „Þetta er ný veröld sem ég þarf að lifa í. Þetta er eitthvað sem maður er alltaf hræddur við og hefur hrætt mig bara frá því að ég fékk hann í fangið," segir Tinna, móðir Gabríels. „Það er skelfilegt hvað það er auðvelt fyrir krakka og fólk að komast í þetta. Þú ert fljótari að fá til þín eiturlyf en að panta pizzu. Þetta er bara ótrúlega sorglegur raunveruleiki, þetta er orðið svo hart. Þessir ungu krakkar eru bara komnir í efni sem maður sá bara harða liðið nota í gamla daga, en þetta eru krakkar sem eru ekki búnir að byggja upp neitt þol.“ „Þetta er mjög erfiður raunveruleiki“ Tinna lýsir því að hún hafi verið að koma heim úr búðinni þegar fékk fréttirnar af andláti Gabríels. „Ég var inni í eldhúsi þegar kærasti minn segir mér að lögreglan sé hérna og það sé vegna Gabríels. Ég spyr, „ha, hvað?“ Svo bara segir lögreglan mér það að Gabríel Dagur hafi látist þarna um nóttina eða um morguninn, aðfaranótt 5. mars.“ Hún segir síðustu vikur hafa verið hræðilegar. „Þetta er ný veröld sem ég þarf að lifa í. Þetta er eitthvað sem maður er alltaf hræddur við og hefur hrætt mig bara frá því að ég fékk hann í fangið. Þetta er eitthvað sem allir foreldar hræðast. Maður á ekki að lifa börnin sín. Þetta er mjög erfiður raunveruleiki.“ Hæfilega bjartsýn um breytingar Fréttir síðustu daga af fjölda dauðsfalla ungmenna vegna neyslu hafa tekið gríðarlega á Tinnu. Hún segir kerfið metnaðarlaust og að heilbrigðis- og velferðarráðuneytið verði að stíga inn í. „Þetta eru skelfilegar tölur og skelfilegt hvað við stöndum margir aðstandendur eftir. Það ætti að vera hægt að stoppa þetta einhvern veginn. Kerfið og ríkið, sveit og borg, þeir sem sjá um peningana, hann [Gabríel] er bara tala á blaði. Hann er bara partur af einhverri tölfræði hjá þeim. Þeir sjá ekki strákinn sem ég þekkti, sem við fjölskyldan hans þekktum. Og maður er bara reiður.“ Hún segist þó hæfilega bjartsýn á að eitthvað breytist þrátt fyrir stór loforð. „Sagan hefur sýnt að þegar á að fara breyta einhverju þá er talað um það í nokkrar vikur, jafnvel nokkra mánuði, en svo er hætt að tala um það.“ Hér fyrir neðan má sjá færslu sem Tinna birti um málefnið á Facebook á dögunum og hefur vakið mikla athygli.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02
Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01
Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40