„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. apríl 2023 13:00 Ragnar Erling er ekki sammála forstjóra Vogs um að ekki skorti úrræði fyrir fólk með fíknisjúkdóma aðeins fjármagn. Hann segir fulla þörf á fjölbreyttari úrræðum. Vísir/Steingrímur Dúi Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40