Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttstofu. Grímur segir að farið verði fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur, sem eru fæddir á árunum 2004-2006. Sá elsti verður því nítján ára á árinu. Það sé gert á grundvelli almannahagsmuna.
María Káradóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni segir að krafa sé gerð um að tveir af mönnunum sem eru undir lögaldri verði vistaðir á viðeigandi stofnun á vegum barnavaldayfirvalda.
Þá er það í höndum dómara við Héraðsdóm Reykjaness að úrskurða hvort fallist verði á gæsluvarðhaldskröfu.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ungur karlmaður, á nítjánda ári, hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi.