Innlent

Krefjast gæslu­varð­halds yfir þremur vegna manndrápsins

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Einn þeirra þriggja leiddur fyrir dómara í hádeginu í dag.
Einn þeirra þriggja leiddur fyrir dómara í hádeginu í dag. vísir/Vilhelm

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarhald yfir þremur ungum mönnum sem grunaðir eru um að eiga þátt í dauða manns sem stunginn var til bana á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í hádeginu og fram eftir degi. 

Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttstofu. Grímur segir að farið verði fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur, sem eru fæddir á árunum 2004-2006. Sá elsti verður því nítján ára á árinu. Það sé gert á grundvelli almannahagsmuna.

María Káradóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni segir að krafa sé gerð um að tveir af mönnunum sem eru undir lögaldri verði vistaðir á viðeigandi stofnun á vegum barnavaldayfirvalda. 

Þá er það í höndum dómara við Héraðsdóm Reykjaness að úrskurða hvort fallist verði á gæsluvarðhaldskröfu. 

Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í hádeginu og fram eftir degi, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ungur karlmaður, á nítjánda ári, hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi.


Tengdar fréttir

Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×