Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2023 10:19 Breytingar eru fram undan á Reykjavíkurflugvelli með aukinni byggð. Vísir/Vilhelm Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. Starfshópur sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, hefur skilað skýrslu sinni. Niðurstaðan er sú er að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Starfshópurinn telur þó ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði og bendir á mögulegar mótvægisaðgerðir. Skýrslunni átti að skila þann 1. október í fyrra en fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði. Formun mannvirkja og aukin upplýsingagjöf til flugmanna Starfshópurinn var skipaður í júlí 2022 og honum var falið að vinna flugfræðilega rannsókn á fyrirhugaðri byggð í Skerjafirði og rýna fyrirliggjandi gögn. Niðurstöður hópsins eru að mestu byggðar á rýni á fyrirliggjandi gögnum er byggja á rannsóknarvinnu sem fram hefur farið undanfarin ár á vegum Isavia og Reykjavíkurborgar. Meðal mótvægisaðgerða sem starfshópurinn telur að væru til þess fallnar að draga úr neikvæðum áhrifum byggðarinnar eru: Takmarka hæð fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði við flötinn 1:35 frá miðlínu flugbrautar. Skoða nánar hvort og hvernig draga megi úr áhrifum frá jöðrum fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði með annarri útfærslu á skipulagi og með formun mannvirkja. Skoða möguleg áhrif landslagsmótunar milli fyrirhugaðrar byggðar og flugvallarins til að draga úr áhrifum byggðarinnar. Auka upplýsingagjöf til flugmanna um tiltekin veðurskilyrði, byggt á mælingum um kviku og vindskurð. Þar fyrir utan leggur starfshópurinn til að óháð uppbyggingu í Nýja Skerjafirði verði eftirfarandi veðurrannsóknir gerðar á og við Reykjavíkurflugvöll: Unnið verði úr veðurgögnum ISAVIA sem Veðurstofan hefur fengið og á þeim grunni lagt mat á kviku. Ráðist verðir í frekari mælingar á kviku og vindskurði á flugvellinum. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. Þá mun Reykjavíkurborg í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og landmótun í samræmi við ábendingar starfshópsins. Isavia og Reykjavíkurborg munu jafnframt vinna áfram saman að mati annarra mótvægisaðgerða og öðru umhverfi Reykjavíkurflugvallar með það að markmiði að flug- og rekstraröryggi flugvallarins verði tryggt. „Niðurstaðan er að fyrirhuguð byggð mun hafa í för með sér einhverjar breytingar en umfang þeirra er óverulegt. Ekkert hefur því komið fram sem bendir til að aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli raskist það mikið að byggingaráformum í Skerjafirði skuli annað hvort frestað eða þau slegin af,“ segir í bókun Glóeyjar Helgudóttur Finnsdóttur, fulltrúa Reykjavíkurborgar, í starfshópnum. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður, Sveinn Valdimarsson frá Isavia innanlandsflugvöllum ehf., Ingvar Kristinsson frá Veðurstofu Íslands, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir frá Reykjavíkurborg, Orri Eiríksson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) og Þorgeir Pálsson frá Háskólanum í Reykjavík (HR). Upphaflega stóð til að starfshópurinn skilaði skýrslu 1. október 2022. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25 Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. 25. júní 2022 16:01 Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Starfshópur sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, hefur skilað skýrslu sinni. Niðurstaðan er sú er að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Starfshópurinn telur þó ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði og bendir á mögulegar mótvægisaðgerðir. Skýrslunni átti að skila þann 1. október í fyrra en fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði. Formun mannvirkja og aukin upplýsingagjöf til flugmanna Starfshópurinn var skipaður í júlí 2022 og honum var falið að vinna flugfræðilega rannsókn á fyrirhugaðri byggð í Skerjafirði og rýna fyrirliggjandi gögn. Niðurstöður hópsins eru að mestu byggðar á rýni á fyrirliggjandi gögnum er byggja á rannsóknarvinnu sem fram hefur farið undanfarin ár á vegum Isavia og Reykjavíkurborgar. Meðal mótvægisaðgerða sem starfshópurinn telur að væru til þess fallnar að draga úr neikvæðum áhrifum byggðarinnar eru: Takmarka hæð fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði við flötinn 1:35 frá miðlínu flugbrautar. Skoða nánar hvort og hvernig draga megi úr áhrifum frá jöðrum fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði með annarri útfærslu á skipulagi og með formun mannvirkja. Skoða möguleg áhrif landslagsmótunar milli fyrirhugaðrar byggðar og flugvallarins til að draga úr áhrifum byggðarinnar. Auka upplýsingagjöf til flugmanna um tiltekin veðurskilyrði, byggt á mælingum um kviku og vindskurð. Þar fyrir utan leggur starfshópurinn til að óháð uppbyggingu í Nýja Skerjafirði verði eftirfarandi veðurrannsóknir gerðar á og við Reykjavíkurflugvöll: Unnið verði úr veðurgögnum ISAVIA sem Veðurstofan hefur fengið og á þeim grunni lagt mat á kviku. Ráðist verðir í frekari mælingar á kviku og vindskurði á flugvellinum. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. Þá mun Reykjavíkurborg í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og landmótun í samræmi við ábendingar starfshópsins. Isavia og Reykjavíkurborg munu jafnframt vinna áfram saman að mati annarra mótvægisaðgerða og öðru umhverfi Reykjavíkurflugvallar með það að markmiði að flug- og rekstraröryggi flugvallarins verði tryggt. „Niðurstaðan er að fyrirhuguð byggð mun hafa í för með sér einhverjar breytingar en umfang þeirra er óverulegt. Ekkert hefur því komið fram sem bendir til að aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli raskist það mikið að byggingaráformum í Skerjafirði skuli annað hvort frestað eða þau slegin af,“ segir í bókun Glóeyjar Helgudóttur Finnsdóttur, fulltrúa Reykjavíkurborgar, í starfshópnum. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður, Sveinn Valdimarsson frá Isavia innanlandsflugvöllum ehf., Ingvar Kristinsson frá Veðurstofu Íslands, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir frá Reykjavíkurborg, Orri Eiríksson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) og Þorgeir Pálsson frá Háskólanum í Reykjavík (HR). Upphaflega stóð til að starfshópurinn skilaði skýrslu 1. október 2022. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25 Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. 25. júní 2022 16:01 Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25
Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. 25. júní 2022 16:01
Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22