Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 08:49 Teixeira (í rauðum stuttbuxum) leiddur út í járnum af heimili sínu í Worcester í Massachusetts 13. apríl. AP/WCVB-TV Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45