Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 07:19 Carlson þykist greinilega vera maður sannleikans en smáskilaboð hans leiddu í ljós að það hefur ekki farið saman það sem hann segir í samtölum og það sem hann segir á skjánum. Getty/Icon Sportswire/Rich Graessle Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira