Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 17:45 Maðurinn var í jólahlaðborði með vinnunni þetta kvöld. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hin meinta árás gerðist föstudagskvöldið 29. nóvember 2019 inni á hóteli í Reykjavík og er maðurinn sagður hafa ráðist á öryggisvörðinn, þar se hann var við störf, kýlt hann í andlitið vinstra megin í kinnbein og gagnauga. Öryggisvörðurinn fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Samkvæmt dómnum var jólahlaðborð á hótelinu þetta kvöld og maðurinn ásamt vinnufélögum úti á reykingarsvæði þar sem þeir voru að áreita fólk sem þar var. Öryggisverðir hafi meinað mönnunum aðgang aftur inn á hlaðborðið, sem annar þeirra var afar ósáttur með og endaði með atlögunni. Atvikið náðist á upptöku öryggismyndavéla í fordyri hótelsins og segir í lýsingu dómsins að sjá megi hvernig maðurinn „reisti hægri hönd sína á loft og klukkan 23:44 megi sjá að ákærði hélt enn á farsíma í hægri hendi og fór hægri hönd ákærða í vinstri hlið á andliti brotaþola.“ Þá sjáist hvernig líkami öryggisvarðarins fór aftur á bak og lenti á hurðarstafnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki muna eftir að hafa kýlt öryggisvörðinn þó þeir hafi vissulega tekist á. Þá var vitni í málinu sem sagðist hafa séð manninn slá í öryggisvörðinn þó hann hafi ekki séð hvar höggið lenti. Dómurinn mat svo að framburður bæði mannsins og öryggisvarðarins hafi verið trúverðugur. Óvíst sé þó hvort hann hafi viljandi barið í öryggisvörðinn eða hvort höggið hafi verið tilviljanakennt, þar sem sjá hafi mátt af upptökum að maðurinn baðaði frá sér höndum. Segir í dómnum að maðurinn verði því að fá að njóta vafans og er sýknaður af ákæru.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira