Auk Olivers hefur ÍBV fengið tvo jamaíska leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans, þá Dwayne Atkinson og Richard King.
Oliver, sem spilar oftast á kantinum, er uppalinn hjá Þrótti en gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2021. Hann hefur leikið fjörutíu leiki í efstu deild og skorað fimm mörk.
Oliver og nýju félagar hans í ÍBV sækja Keflavík heim í 4. umferð Bestu deildarinnar á laugardaginn.