Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður heyrum við í Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB en á hádegi í dag hefst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá BSRB fólki sem starfar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

Ef verkfallsboðun er samþykkt hefjast verkföll 15. maí næstkomandi á leikskólum, í grunnskólum og hjá fleiri stofnunum sveitarfélaganna.

Einnig verður rætt við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um nýja reglugerð sem hækkar greiðslur til hælisleitenda sem kjósa að yfirgefa landið sjálfviljugir.

Einnig fjöllum við um ópíóða og þann faraldur sem nú virðist vera í gangi í þjóðfélaginu. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×