Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 10:49 Frá bænastund sem haldin var í Landakotskirkju um helgina til stuðnings fjölskyldu hins látna. Vísir/Dúi Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. „Þau eru furðu keik miðað við aðstæður en við þurfum að passa okkur á því hvernig við ræðum þetta mál,“ segir Kristófer í samtali við Vísi um líðan fjölskyldu hins látna. Hann skipulagði síðustu helgi fjölmenna minningarstund í Landakotskirkju til stuðnings fjölskyldunnar. Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald vegna málsins en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einn þeirra játað sök. Einum fjórmenninganna, sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar. Tveir voru vistaðir á Stuðlum en einn sakborninga er á Hólmsheiði. Barnsmóðir og barn hins látna eru búsett í Póllandi. Móðir hans býr hér á landi. „Þegar manneskja þekkir ekki tungumálið og kemur hingað til lands og upplifir allt í einu svona hörmungar, þá er auðvitað sár í hjarta og mér finnst að við þurfum svolítið að passa okkur hvernig við tölum um þetta, eins og á samfélagsmiðlum.“ Kristófer segir að mikilvægt að tekin sé umræða um aukningu ofbeldis í íslensku samfélagi og litið til þess sem máli skiptir. Kristófer hvetur alla til þess að líta í eigin barm og kallar eftir umræðu um aukið ofbeldi hér á landi. „Við viljum segja nei við ofbeldi. Ísland er eitt land, sem við þurfum öll að passa upp á. Ekki bara Pólverjar, heldur við öll saman, við öll sem búum hér og störfum hér.“ Kristófer hvetur öll sem vettlingi geta valdið til þess að styðja fjölskyldu hins látna. „Og einbeita sér að því sem máli skiptir.“ Styrktarreikningur fjölskyldunnar: Kt. 211020-2530 Bankareikningur. 0331-18-001396 Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Þau eru furðu keik miðað við aðstæður en við þurfum að passa okkur á því hvernig við ræðum þetta mál,“ segir Kristófer í samtali við Vísi um líðan fjölskyldu hins látna. Hann skipulagði síðustu helgi fjölmenna minningarstund í Landakotskirkju til stuðnings fjölskyldunnar. Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald vegna málsins en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einn þeirra játað sök. Einum fjórmenninganna, sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar. Tveir voru vistaðir á Stuðlum en einn sakborninga er á Hólmsheiði. Barnsmóðir og barn hins látna eru búsett í Póllandi. Móðir hans býr hér á landi. „Þegar manneskja þekkir ekki tungumálið og kemur hingað til lands og upplifir allt í einu svona hörmungar, þá er auðvitað sár í hjarta og mér finnst að við þurfum svolítið að passa okkur hvernig við tölum um þetta, eins og á samfélagsmiðlum.“ Kristófer segir að mikilvægt að tekin sé umræða um aukningu ofbeldis í íslensku samfélagi og litið til þess sem máli skiptir. Kristófer hvetur alla til þess að líta í eigin barm og kallar eftir umræðu um aukið ofbeldi hér á landi. „Við viljum segja nei við ofbeldi. Ísland er eitt land, sem við þurfum öll að passa upp á. Ekki bara Pólverjar, heldur við öll saman, við öll sem búum hér og störfum hér.“ Kristófer hvetur öll sem vettlingi geta valdið til þess að styðja fjölskyldu hins látna. „Og einbeita sér að því sem máli skiptir.“ Styrktarreikningur fjölskyldunnar: Kt. 211020-2530 Bankareikningur. 0331-18-001396
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39
Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02