Kveðja Hannes Hólmstein með alþjóðlegri ráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 10:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson varð sjötugur í febrúar. Opinberir starfsmenn þurfa að láta af störfum við þann aldur. Vísir/Vilhelm Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Íslands og barnabarn síðasta keisara Austurríkis eru á meðal frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni starfsloka Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálaheimspeki, í næsta mánuði. Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar. Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar.
Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira